top of page
Óbyggða ferð, Hálfs dags ferð á Snjósleða.

Mikilvægar upplýsingar:

Brottför: 10:00

Í boði: janúar - mars

vinsamlegast hafið samband varðandi aðra brottfarartíma / dagsetningar

Hittingur :  Hella , Grímsstaðir 660 Mývatn ( hægt er að finna okkur undir "myvatn snowmobile" á google. 

Lengd: 4-5 tíma ferð (2-3 klukkustundir akstur á sleðunum)

Verð:

Sameiginleg ferð 34.900. á mann "saman á sleða"

2 manns hver vélsleði

Einleikur 49.900isk. á mann "einn á sleða"

1 mann hver vélsleði

Hvað á að taka með: Góðir skór eru mjög mikilvægir, Hlý undirföt og þykt milli lag. góðir vetlingar og sólgeraugu. Myndavélin og nestis korn er líka afar góð hugmynd.

IMG_0045.jpeg
​1/2 Dags Ferð á Snjósleða.

Ferðin

Njóttu dags dags í þessari mögnuðu vélsleðaferð frá Mývatnssveit. þetta er skoðunarferð á Snjósleðum, með það að markmiði að skoða afskekkt svæði umhverfis Mývatn. Ferðin er leiðsögn af leiðsögumönnum sem þekkja hvern krók og kima og njóta þess að ferðast um sitt heimasvæði. Ævintýra mennska í bland við sögur og náttúru. 

Við leggjum af stað frá bænum hellu, en veður og aksturs skilirði ráða för. Algengt er að farið sé að Þeistareykjum, Kröflu, eða ekið suður yfir Mývatn og upp í fjöllin. allt ferð það eftir aðstæðum. 

Fyrst verður farið vel yfir öryggisatriði og haldin smá kennslustund á akstri Snjósleða. 

Við útvegum svo allann öryggisbúnað sem þarf fyrir ferðina. Hjálm, hlýa Snjógalla og hanska.

Leiðsögumenn Mývatn Snowombile

Við erum fjölskildu fyrirtæki, Allir leiðsögumenn okkar eru afar vanir ferðum á snjósleðum, flestir hafa alist upp á snjósleðum og í kringum Mývatn. Ferðalög á snjósleðum eru jafnt vinnan okkar sem og okkar hellsta áhugamál. 

Vélsleðarnir okkar.

Vélsleðarnir sem við notum eru einfaldlega klassískir "bænda sleðar" eða svokallaðir Ferðasleðar þeir eru af af nokkrum stærðum og gerðum og mikilvægt að velja sleða sem hennta hverjum og einum.

bottom of page